Snillingurinn Shaun Tan

Það þarf ekki alltaf orð í bækur til að þær verði að bókmenntum í hæsta gæðaflokki, því kynntist ég um daginn.

Shaun Tan er Ástralskur listamður / rithöfundur sem “skrifaði” myndasöguna The Arrival, sem er ein af betri bókum sem ég las 2010. Í fyrra keypti ég til viðbótar bækurnar Lost And Found og Tales From Outer Suburbia. Stuttmyndin The Lost Thing, sem gerð er upp úr sögunni The Lost Thing í Lost and Found fékk óskarsverðlaun í fyrra.

Úr stuttmyndinni The Lost Thing

The Arrival er ein af þessum bókum sem ég get mælt við alla, og nota iðulega til að benda fólki á að myndasögur eru bara víst bókmenntir. Bókin fjallar um mann sem þarf að flytja úr landi til að sjá fyrir fjölskyldu sinni (ætti ekki að vera Íslendingum ókunnar aðstæður um þessar mundir). Hann flytur í land þar sem allt er framandi: tungumálið, ferðamátar, matur, heimilistæki, og svo framvegis. Sjálfur flutti ég til Ísrael ungur og tengdi við margt af þessu. Í einum hluta bókarinnar er hann inni á nýja heimili sínu að reyna að átta sig á tækjunum sem þar eru að finna, sem minnti mig á það þegar ég þurfti að læra á loftkælinguna í herberginu mínu í Ísrael. Hér fáum við mynd úr The Arrival þar sem mðurinn reynir að átta sig á hlutunum í nýju landi.

Eins og sést eru allar myndskreytingar svarthvítar, og gullfallegar. Síðasta blaðsíða bókarinnar ætti að ekja eitthvað í hjarta allra sem hana lesa. Bók sem ætti að vera til á hverju heimili, en er, að mig grunar, til á sorglega fáum.

Í Lost and Found er meira um liti, sögu og gleði. Þó byrjar fyrsta sagan (sem er bókarinnar virði ein og sér, og gott betur en það) á stelpu sem þjáist af þunglyndi. Við fylgjum henni í gegnum dag litaðan þessum kvilla og sjáum hvað lífið er litað af þessu.

Sjálfur segir Shaun Tan um Red Tree:

I’d also been increasingly aware that illustration is a powerful way of expressing of feeling as well as ideas, partly because it is outside of verbal language, as many emotions can be hard to articulate in words. I thought it would therefore be interesting to produce an illustrated book that is all about feelings, unframed any storyline context, in some sense going ‘directly to the source’.

Ég vissi ekki af Red Tree þegar ég keypti Lost and Found, en keypti hana til að eignast söguna Lost and Found, sem er um strák sem finnur furðudýr a’ströndinni og ákveður að taka það með sér heim. Það er þó Red Tree sem lifir með mér.

Síðasta bók Shaun Tan sem ég ætla að minnast á er Tales From Outer Suburbia, sem er safn margra styttri sagna sem eru mismikið teiknaðar. Þeir eru misjafnar að efni og skemmtanagildi. Ein sem vert er að minnast á er Aert, but not Alarmed. Hún fjallar um það þegar ríkisstjórn landsins (ekki er tekið fram hvaða lands) fer að krefjast þess að fleiri og fleiri húseingendur komi fyrir eldflaug í garðinum hjá sér, sem nota mætti til gagnárásar ef kæmi til stríðs. Fólkið fer þó að mála eldflaugarnar og aftengir þær, kemur fyrir fuglahúsum og garðverkfærunum sínum.

Önnur saga í bókinni sem Íslendingar gætu tengt við er sagan af Eric, sem er skiptinemi. Fjölskyldan sem hýsir hann skilur hann ekki alveg, og veit ekki hvar hún hefur hann. Shaun teiknar Eric sem laufblaða-fígúru, líklega til að undirstrika menningarlegu fjarlægðina milli skiptanemans og þeirra sem hann býr hjá. Internetið er yndislegur staður, og ég fann Eric, í heild sinni, sem slideshow á Guardian: Eric.

Shaun Tan er rithöfundur sem fær leiðinlega litla athygli á Íslandi. Vonandi næ ég að vekja einhvern smá áhuga á honum með þessari færslu.

Some years ago we had a foreign exchange student come to live with us. We found it very difficult to pronounce his name correctly, but he didn’t mind. He told us just to call him 'Eric'.

 

Advertisement

1 thought on “Snillingurinn Shaun Tan”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.