Twitter er yndislegt fyrirbæri.
Ég byrjaði að nota Twitter fyrir vinnuna, en bjó mér þó líka til aðgang sjálfur sem lá að mest óhreyfður. Hægt og rólega hef ég þó verið að “fylgja” fleirum. Twitter virkar þannig að það geta allir “fylgt” þér, þ.e. séð allt sem þú skrifar, ólikt Facebook þar sem maður þarf að samþykkja alla. Maður getur líka talað við alla á Twitter, en þó er mjög mismunandi hversu duglegt fólk er að svara. Þetta virkar þannig að maður setur einfaldlega @ fyrir framan nafn einhvers, og þá sér viðkomandi að verið er að tala við hann.
Hvað mína notkun varðar, þá reyni ég að fylgja og tala við aðra sem eru í rithöfunda/bóka pælingum, hvort sem það er fólk í sjálfsútgáfu, bókaforlög eða frægir rithöfundar. Á Twitter tala ég nær eingöngu á ensku, enda eru flestir þar enskumælandi.
Og þá komum við að titli færslunnar. Mér hefur nefninlega tekist að ná sambandi við einn og annan ansi þekktan í bókmenntaheiminum, þá sem ég tel vera “stjörnur”.
Hérna eru 5 þekktar rithöfundar sem hafa svarað mér á Twitter:
Byrjum á Brian Aldiss.
Bókin sem ég er að tala um er Penguin Classics útgáfan af War of the Worlds, eftir H. G. Wells.
Næst er það Lauren Beukes, höfundur bókarinnar Zoo City.
Brandon Sanderson, sá sem tók að sér Wheel of Time seríuna eftir andlát Roberts Jordan.
Margaret Atwood, líklega merkilegasti rithöfundurinn á þessum lista:
She is among the most-honoured authors of fiction in recent history; she is a winner of the Arthur C. Clarke Award and Prince of Asturias award for Literature, has been shortlisted for the Booker Prize five times, winning once, and has been a finalist for the Governor General’s Award seven times, winning twice.
Síðan er sá sem mér finnst persónlega merkilegastur, þ.e. mesta stjarnan í mínum augum.
Þarna er Neil Gaiman að segja “Hi” við mig, Margaret Atwood og Salman Rushdie. Þetta er einhver merkilegasti félagsskapur sem ég get hugsað mér.
Snilld:) Twitter er æði – Joe Hill er líka rithöfundur sem er duglegur að svara aðdáendum. Hann óskaði mér einu sinni góðs gengis við upphaf endurskrifa:)
LikeLike
Já, ég er að fylgja Joe Hill (og eitt RT frá honum komst næstum því hingað inn, en ég var viss um að engin vissi hver hann væri). Ég hef samt ekki lesið mikið eftir hann, bara eina smásögu úr bókinni Stories sem Neil Gaiman ritstýrði.
LikeLike
Ég veit hver pabbi hans er…
LikeLike
Haha og mamma hans… kjarnakona :)
Jóhann… lestu Heart-shaped box einhvern tímann, ég var að blogga aðeins um hana á minn einfalda hátt:)
LikeLike